Afmæli
Ég hef alveg gleymt að minnast á afmælisdaga upp á síðkastið. Margir fínir vinir ættingjar og jafnvel börn hafa átt afmæli. Alexander og Edda systir mömmu áttu afmæli 22. apr. Flísteppaskvísan átti afmæli 25. apr. Ég auðvitað er 5. apríl eins og Amma Eleonora, Afi Óli, Þurý fyrrum eitthvað tengd mér, Hilla ágætis eintak af Íslendingi hér í bæ.
Ég vona að ég sé ekki að gleyma neinum og þá er það ekki illa meint.
Hins vegar vil ég tileinka þessum degi ekki bara baráttu verkalýðsins heldur einnig honum fyrrum tengdaföður mínum...fyrrum segi ég...það er bara tæknilegt atriði. Hann verður alltaf tengdapabbi minn hvort sem honum líkar það betur eða verr ;) Hann er með eindæmum góður vinur og alveg ótrúlega mikil gjöf að hafa kynnst þessum gull af manni. Í dag er Diddi orðinn 70 ára og ber aldurinn vel og alltaf stutt í bros og pínu stríðnisglott. Ég sakna kaffibollanna sem við drukkum saman þegar við kíktum í heimsókn og ræddum boltann eða ja hvað sem er.
Skál Diddi minn og njóttu dagsins og sólarlandaferðarinnar með elskunni þinni henni Rúnu.
Kveða frá Arnari og krökkunum hér í Danmörkinni.
Ég vona að ég sé ekki að gleyma neinum og þá er það ekki illa meint.
Hins vegar vil ég tileinka þessum degi ekki bara baráttu verkalýðsins heldur einnig honum fyrrum tengdaföður mínum...fyrrum segi ég...það er bara tæknilegt atriði. Hann verður alltaf tengdapabbi minn hvort sem honum líkar það betur eða verr ;) Hann er með eindæmum góður vinur og alveg ótrúlega mikil gjöf að hafa kynnst þessum gull af manni. Í dag er Diddi orðinn 70 ára og ber aldurinn vel og alltaf stutt í bros og pínu stríðnisglott. Ég sakna kaffibollanna sem við drukkum saman þegar við kíktum í heimsókn og ræddum boltann eða ja hvað sem er.
Skál Diddi minn og njóttu dagsins og sólarlandaferðarinnar með elskunni þinni henni Rúnu.
Kveða frá Arnari og krökkunum hér í Danmörkinni.
Ummæli